Gistiþjónusta og aðild að rammasamningi SÍ og gististaða

Beiðni um gistiþjónustu

 • Beiðni um gistingu og hótelþjónustu í Reykjavík
 • Beiðni um gistingu og hótelþjónustu á Akureyri 

 • Læknir, ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur fyllir út þar til gerða beiðni fyrir gistiþjónustu, og er beiðninni framvísað við innritun á gististað. Sjúkratryggingar Íslands greiða upp að 21 degi vegna gistiþjónustu.


  Frekari upplýsingar upplýsingar um gististaði má sjá:

  http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/sjukrahotel/

  Undanþága

  Í ákveðnum tilvikum eru veittar undanþágur vegna búsetu og ef þörf er á dvöl lengur en 21 dag.

  Almennt er ekki greitt fyrir einstaklinga sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vegna gistiþjónustu í Reykjavík og búsettir á Akureyri vegna gistiþjónustu á Akureyri. Sjúkratryggingar Íslands geta þó veitt undanþágu í einstökum tilvikum ef búseta er innan höfuðborgarsvæðisins, skv. umsókn frá lækni, ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi, enda fylgi umsókninni rökstuðningur í læknisvottorði og upplýsingar um hvaða heilbrigðisþjónusta er fyrirhuguð á umræddu undanþágutímabili.

  Ef fyrirséð er að einstaklingur þurfi að dvelja lengur en 21 dag á 12 mánaða tímabili er hægt að sækja um undanþágu fyrir framlengdri dvöl. Til að sækja um framlengda dvöl þarf Sjúkratryggingum Íslands að berast umsókn frá lækni, ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi, enda fylgi umsókninni rökstuðningur í læknisvottorði og upplýsingar um hvaða heilbrigðisþjónusta er fyrirhuguð á umræddu undanþágutímabili.

  Undanþágubeiðni má senda til Sjúkratrygginga Íslands Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík eða á laeknareikningar@sjukra.is

   

  Rammasamningur um gistiþjónustu

  Rekstraraðilar gististaða geta óskað eftir aðild að samningum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem sjá má nánar í  rammasamning um gistingu á höfuðborgarsvæðinu   og rammasaming fyrir Akureyri.

  Umsókn um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og gististaða skal senda á netfangið: laeknareikningar@sjukra.is

  Fyrir umsamda þjónustu greiða Sjúkratryggingar Íslands það sem á vantar að greiðsla dvalargests nemi fullri þóknun. Full þóknun inniheldur allan kostnað og gjöld, þar með talið fullt fæði.  Greiðsla sjúkratryggðs einstaklings er 1.440 kr í samræmi við reglugerð um gjald fyrir dvöl á sjúkrahóteli.  Hámarksdvalartími skv. hverri beiðni er 21 dagur á 12 mánaða tímabili.
   


  Language:

  Þetta vefsvæði byggir á Eplica