Sérfræðilæknar

Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sem tók gildi 1. janúar 2014 og rann út 31. desember 2018.

Læknafélag Reykjavíkur og Sjúkratryggingar Íslands vilja koma á framfæri að þó að ekki hafi náðst að framlengja rammasamningi um þjónustu sérgreinalækna,  komi það ekki niður á notendum þjónustunnar.

Sjúkratryggingar Íslands hafa gefið út endurgreiðslugjaldskrá sem unnið er eftir þar til annað er ákveðið, sjá reglugerð.

Frekari fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: [email protected]  einnig er hægt að hringja í síma 515 0000 eða 515 0003

Frá 1 janúar 2021 er einingarverð sérgreinalækna 439 kr.

Fjarlækningar

Gjaldskrá fjarlækninga - 26. mars 2020

Gjaldskrár 1. janúar 2019

Gjaldskrá sérgreinalækna 1. janúar 2019

Gjaldskrá efniskostnaðar 1.janúar 2019


Ef læknir ætlar að hefja störf og senda reikninga til Sjúkratrygginga Íslands samkvæmt endurgreiðslugjaldskrá skal senda inn eftirfarandi gögn:

  • Staðfesting landlæknis á að viðkomandi læknir uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt var um (skal liggja fyrir áður en starfsemin hefst).  Sjá vef Embætti Landlæknis:  https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/umsoknir/
  • Staðfesting á sjúklinga- og starfsábyrgðartryggingu
  • Notendasamningur við SÍ vegna sérfræðilækna  SÍ mun senda notendasamning til lækis eftir að gögn berast til SÍ - samningurinn er undirrtiaður rafrænt. 

Flutningur á aðra starfsstöð sem og starfsemi á fleiri en einni starfsstöð

Hyggist læknir flytja á aðra starfsstöð og/eða bæta við starfsstöð, þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir áður en viðkomandi hefur störf á nýjum stað.

  • Staðfesting landlæknis á að viðkomandi læknir uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt var um (skal liggja fyrir áður en starfsemin hefst á þeirri starfsstofu sem læknir flytur/bætir við starfsemi sína.
  • Staðfesting á sjúklinga - og frjálsri ábyrgðartryggingu
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica