Öldrunarþjónusta

Gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á vegum aðila sem eru án samnings um verð.

 Ný gjaldskrá hefur tekið gildi fyrir þjónustu dagdvalarstofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2018 og eru án samnings um verð.

Gjaldskráin tekur til daggjalda fyrir þjónustu við sjúkratryggða einstaklinga í dagdvalarrýmum á vegum stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2018 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Greiðsluþátttaka hins sjúkratryggða vegna dagdvalar fer samkvæmt 19. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, sbr. einnig reglugerð nr. 1245/2016 um dagdvöl aldraðra með beytingum skv. reglugerð nr. 1174/2017.

Í gjaldskránni eru tilgreind verð og fjöldi rýma sem ákvarðar umfang þjónustunnar sem greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands tekur til. Gjaldskráin gildir frá og með 1. janúar 2018.

 

Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila

Rammasamningur er í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila. Samningurinn tekur til þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila sem ekki eru með fastar fjárveitingar.

Markmið samningsins er að tryggja öldruðum og/eða fjölveikum einstaklingum einstaklingsmiðaða, heildræna og örugga þjónustu á hjúkrunarheimilum.

Hjúkrunarheimili sem er aðili að samningnum skal uppfylla kröfur sem koma fram í kröfulýsingu Velferðarráðuneytisins.

Þjónusta hjúkrunarheimila er háð því að sjúkratryggður sé með gilt færni- og heilsumat.

Heildarverð umsaminnar þjónustu er tilgreint í gjaldskrá rammasamningsins. Frá 1 október 2016 er einingarverðið 100 kr. Um greiðslur sjúkratryggðra fer skv. lögum nr. 125/1999 um málefni aldraðra og reglugerð nr. 1112/2006 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, sbr. síðari breytingar.

Vilji hjúkrunarheimili, skv. fylgiskjali I, starfa samkvæmt rammasamningnum frá gildistöku hans, skal það senda tilkynningu þar um til SÍ fyrir 15. nóvember 2016 og telst það þá aðili að samningnum.

Ósk um aðild skal berast á netfangið hjukrunarheimili@sjukra.is

Hjúkrunarheimili, sem síðar vilja hefja starfsemi skv. samningnum, skulu senda um það erindi til SÍ ásamt fylgigögnum, sbr. fylgiskjal V. Erindinu skal almennt svarað innan fjögurra mánaða frá því það ásamt öllum nauðsynlegum gögnum berst SÍ. Í svari SÍ skal koma fram hvort og hvenær hjúkrunarheimilinu sé heimilt að hefja starfsemi samkvæmt samningnum.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica