Starfsmenn sendiráða og aðrir útsendir starfsmenn

 

Starfsmenn sendiráða og aðrir sem koma hingað til lands á vegum vinnuveitanda innan EES þurfa að skila inn E106 vottorði til Sjúkratrygginga Íslands en þeir eru áfram tryggðir í fyrra búsetulandi. Þeir eiga rétt á allri heilbrigðisþjónustu á sama verði og þeir sem tryggðir eru á Íslandi, þetta á einnig við um þjónustu í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Þegar einstaklingur hefur skilað inn E106 vottorði gefa Sjúkratryggingar Íslands út hvítt skírteini þar sem fram kemur að viðkomandi sé útsendur starfsmaður auk þess sem tryggingaland viðkomandi er tilgreint. Reikninga vegna þessara einstaklinga þarf einnig að senda Sjúkratrygginga Íslands með sama hætti og reikninga vegna ferðamanna.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica