Ríkisborgarar Norðurlandanna

Hægt er að staðfesta búsetu t.d. með gildu ES-korti (ekki íslensku ES-korti), bráðabirgðaskírteini eða sjúkratryggingakorti frá viðkomandi landi (sbr. gul sjúkratryggingakort frá Danmörku). Reikningum skal skilað til SÍ ásamt fylgiblaði vegna EES-borgara.

Kort-DK Gult sjúkratryggingakort frá Danmörku.


Færeyjar og Grænland eru ekki aðilar að EES og því getur fólk frá þessum löndum ekki framvísað ES-kortum. Þeir einstaklingar sem tryggðir eru í þessum löndum verða því að framvísa sjúkratryggingakortum frá viðkomandi landi á samt persónuskilríkjum með mynd.

Koma til sérfræðilækna

Ferðamenn geta sótt um endurgreiðslu á reikningum vegna komu til sérfræðilækna utan samnings til Sjúkratrygginga Íslands en þá þarf að fylgja fylgiblaði vegna EES-borgara.

Einstaklingar geta einnig sótt um endurgreiðslu þegar heim er komið.

Heimflutningur sjúklinga frá Íslandi til síns heimalands

Sjúkratryggingar Íslands taka eingöngu þátt í kostnaði vegna heimflutnings Norðurlandabúa sem slasast eða veikjast hér á landi. Undir Norðurlöndin falla Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Svíþjóð. Ákvæðið um heimflutning gildir ekki um einstakling sem fær leyfi til að fara til annars norræns lands í þeim tilgangi að sækja meðferð. 

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í kostnaði vegna heimflutnings til þeirra sem ekki eru tryggðir á Norðurlöndunum.

Sækja þarf um heimflutning á eftirfarandi eyðublaði:Umsókn um greiðsluþátttöku vegna heimflutnings sjúklings skv 7.gr. Norðurlandasamningsins (DOC skjal)

Athugið að íslensk ES-kort eru ekki gild á Íslandi, þ.e. ef korthafi er ekki sjúkratryggður á Íslandi þá er íslenskt ES- kort viðkomandi ekki gilt. Ástæðan fyrir því er sú að kortið á að veita sönnun fyrir tryggingu viðkomandi í því landi sem kortið er frá. Þegar einstaklingur er skráður ósjúkratryggður í kerfinu þá er kortið ekki lengur í gildi, sbr. notendaskilmála kortsins.

Sjúkratryggingar Íslands ítreka að ávallt þarf að taka afrit af ES korti og ljósrit af vegabréfi.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica