Fréttabréf Sjúkratrygginga Íslands - 4. tölublað

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja breyttist 1. júní 2010 þannig að eingöngu hagkvæmustu pakkningar af þunglyndislyfjunum eru með almenna greiðsluþátttöku.  Ef hagkvæmustu lyfin reynast ófullnægjandi geta læknar sótt um lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfjum sem hafa ekki almenna greiðsluþátttöku.

Í kjölfar breytinganna hefur notkun á hagkvæmari lyfjum aukist en mestu hefur skilað að verð á nokkrum lyfjum hefur lækkað, bæði vegna breyttra reglna auk þess sem ný samheitalyf hafa komið á markaðinn. Sem dæmi kom samheitalyf við Cipralex  (Esopram) á markaðinn í apríl 2010 á lægra verði. Verðið lækkaði síðan enn frekar í júlí/ágúst 2010, þannig að með tilkomu samheitalyfs og breyttra reglna lækkaði verðið um samtals 77%. Einnig lækkaði verð á samheitalyfjunum Venlafaxin Portfarma og Venlafaxin Actavis um 59% við breytingarnar 1. júní 2010.

Þessi þróun sýnir að árangur hefur náðst með aðgerðum stjórnvalda og sameiginlegu átaki heilbrigðisstarfsmanna. Niðurstaðan er sú að hagkvæmni í ávísun lyfja stuðlar að lægri lyfjakostnaði.

Sjá þróun á kostnaði og notkun þunglyndislyfja á ofangreindu tímabili: 

 

 

Mynd-1

 

 

Mynd-2

 

 

Mynd-3

 

 

Mynd-4

    

Dæmi um verðlækkun þunglyndislyfja:

 Mynd-5

*Evran var 14,08% ódýrari í október 2010 en í mars 2010, sem skýrir hluta af verðlækkuninni.

 

Skýringar: 

Flúoxetín: Fluoxetin Actavis, Fontex

Cítalópram: Cipramil, Oropram

Sertralín: Zoloft, Sertral

Escítalópram: Cipralex, Esopram

Mirtazapín: Remeron(Smelt), Míron (Smelt)

Búprópíon: Wellbutrin Retard

Venlafaxín: Efexor Depot, Venlafaxin (Portfarma), Venlafaxin Actavis

Dúloxetín: Cymbalta

1 Þunglyndislyf í ATC flokki N06AB (SSRI lyf) og N06AX (önnur þunglyndislyf)

Höfundar: Starfsfólk lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica