Spurt og svarað: Tannlækningar

Hverjir eiga rétt á að fá endurgreidda tannlæknareikninga?

  • Börn 17 ára og yngri
  • Ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar
  • Þeir sem eru með alvarlegan tannvanda vegna fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. Í þessum tilvikum þarf að sækja um endurgreiðslu.

Hvað þarf maður að gera til að fá endurgreiðslu?

Alltaf þarf að framvísa frumritum reikninga sem tannlæknir gefur út til Sjúkratrygginga Íslands eða umboða. Einnig þarf stofnunin að hafa upplýsingar um bankareikning þess sem leggja á endurgeiðslu inn á.

Hversu mikil er endurgreiðslan?

Athugið að endurgreiðsla frá Sjúkratrygginum Íslands miðast alltaf við gjaldskrá heilbrigðisráðuneytis. Hins vegar er gjaldskrá tannlækna frjáls og getur munað miklu á verði einstakra tannlækna og ráðherra og ber þá sjúklingurinn þann mismun að fullu sjálfur.

  • 75% endurgreiðslu fá börn 17 ára og yngri.
  • 75% endurgreiðslu fá ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar sem eru með tekjutryggingu.
  • 50% endurgreiðslu fá lífeyrisþegar sem ekki njóta tekjutryggingar.
  • 100% endurgreiðslu fá þeir lífeyrisþegar sem eru langveikir og dveljast á sjúkrastofnunum.

100% endurgreiðslu fá börn sem falla undir 1., 2. og 3. flokk reglugerðar um fjárhagslega aðstoð vegna fatlaðra og langveikra barna (Umönnunargreiðslur) og andlega þroskahamlaðir einstaklingar 18 ára og eldri, hvort sem þeir búa á sambýli eða ekki. Fyrir hina síðastnefndu þarf sérstaklega að sækja um aukna endurgreiðslu í upphafi.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica