Fréttir

13.7.2018 : Bætt tannlæknaþjónusta við aldraða og örorkulífeyrisþega

Sjúkratryggingar Íslands vekja athygli á fyrirhugaðri gerð rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Samningurinn tekur til almennra tannlækninga (annarra en tannréttinga) fyrir aldraða og öryrkja sem sjúkratryggðir eru á Íslandi. Í því fellst m.a. skoðun, röntgenmyndataka, reglulegt eftirlit, tannviðgerðir, rótfyllingar, tannvegslækningar, úrdráttur tanna og laus tanngervi. Tannplantar og föst tanngervi eru styrkt upp að vissu marki.

Lesa meira

28.6.2018 : Uppfærsla á Gagnagátt Sjúkratrygginga Íslands (SÍ)

Gerð hefur verið uppfærsla á Gagnagátt SÍ, þannig að læknar geta nú séð hvaða lyfjaskírteini skjólstæðingar þeirra eiga í gildi.  Það er einnig búið að einfalda skráningarferlið fyrir „Umsókn um lyfjaskírteini“ í Gagnagáttinni.

Lesa meira

21.6.2018 : Greiðsluþátttökukerfið – reynsla af fyrsta árinu eftir gildistöku þess.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa tekið saman skýrslu um greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu sem tók gildi 1. maí 2017.  Þær breytingar sem þá komu til framkvæmda eru einar mestu breytingar sem gerðar hafa verið í áraraðir á greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því er mikilvægt að skoða eftir fyrsta árið hver reynslan af kerfinu hefur verið og hvort það hafi skilað þeim markmiðum sem lagt var upp með í byrjun. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um reynslu af greiðsluþátttökukerfinu og áhrif þess á útgjöld fyrir heilbrigðisþjónustu. Í þeim tilgangi eru m.a. útgjöld á fyrstu 12 mánuðunum eftir gildistöku nýja kerfisins (maí 2017 – apríl 2018) og á árinu 2016 borin saman.

Lesa meira

15.6.2018 : Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Þann 1. júlí 2018 tekur gildi reglugerð nr. 1266/2017, um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Með breytingunum verður afgreiðsla lyfja sem innihalda amfetamín og metýlfenídat takmörkuð við lyfjaskírteini Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), sbr. 5. gr. reglugerðarinnar. Því verður metýlfenídat ekki afgreitt nema viðkomandi einstaklingur sé með gilt lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). 

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica