Fréttir

23.4.2018 : Sjúkratryggingar Íslands flytja í Grafarholt

Sjúkratryggingar Íslands hafa flutt frá Rauðarárstíg 10 að Vínlandsleið 16. Með þessu hefur öll starfsemi stofnunarinnar verið sameinuð að Vínlandsleið í Grafarholti.

Lesa meira

16.3.2018 : Fréttir af rammasamningi SÍ um þjónustu hjúkrunarheimila.

Fyrir rúmu ári síðan eða þann 28. febrúar 2017 sagði Mosfellsbær upp samningi við velferðarráðuneytið um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ og 9. nóvember sama ár upp aðild að rammasamningi um þjónustu hjúkrunarheimila gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Þann 8. febrúar 2018 dró Mosfellsbær á hinn bóginn uppsagnirnar til baka þar sem samkomulag hafði náðst við velferðarráðuneytið um ráðstafanir vegna reksturs Hamra. Samkomulagið var síðan staðfest með bréfi ráðuneytisins þann 28. febrúar síðast liðinn eða réttu ári eftir bréf Mosfellsbæjar til ráðuneytisins.

Lesa meira

27.2.2018 : Breyting á reglugerð

Velferðarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð sem tekur gildi þann 1. mars 2018, er varðar greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Helstu breytingar eru að greiðslumark almennings fer úr 24.600 kr. í 25.100 kr. og greiðslumark hjá öldruðum öryrkjum og börnum fer úr 16.400 kr. í 16.700 kr.  

Lesa meira

23.2.2018 : Beðið með uppsögn samninga.

Að beiðni heilbrigðisráðherra hafa Sjúkratryggingar Íslands ákveðið að segja ekki upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum í samræmi við fjárlög 2018.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica