Fréttir

21.11.2017 : Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu– umfang þjónustu árið 2016

Þann 1. janúar 2017 tók í gildi nýtt fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Aðferðarfræðin sem notuð er byggist á að fjármagn til rekstrar hverrar stöðvar endurspegli þann sjúklingahóp sem viðkomandi stöð þjónar. Til að meta áhrif breyttrar fjármögnunar á gæði, skilvirkni og þjónustu er mikilvægt að skoða stöðu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu fyrir og eftir breytingar. Í þessari greiningarskýrslu hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) tekið saman gögn frá árinu 2016, sem er síðasta árið fyrir breytingar, frá öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem falla undir nýja fjármögnunarlíkanið. Árið 2016 verður notað sem samanburðarár til að meta áhrif breyttrar fjármögnunar.

Lesa meira

17.11.2017 : Greiðslur til lögaðila árið 2016 af fjárlagalið 08-206, gagnvirk skýrsla

Þann 6. mars 2017 barst heilbrigðisráðherra fyrirspurn á Alþingi frá Smára McCarthy um greiðslur og millifærslur fjárheimilda, sbr. þingskjal 316 - 225. mál, 146. löggjafarþing 2016–2017. Fyrirspurnin var eftirfarandi,:

Hvaða lögaðilar hafa fengið greiðslur eða millifærslur fjárheimilda á árunum 2015 og 2016 af fjárlagalið 08-206 Sjúkratryggingar, 08-379 Sjúkrahús, óskipt, 08-08-500 Heilsugæslustöðvar, almennt og 08-501 Sjúkraflutningar? Svar óskast sundurliðað eftir framangreindum árum og fjárlagaliðum.

Þann 4. apríl 2017 svaraði heilbrigðisráðherra, sbr. þingskjal 575 - 225.mál.

Í meðfylgandi skýrslu draga Sjúkratryggingar Íslands fram samantekt og greiningu á svari heilbrigðisráðherra vegna fjárlagaliðar 08-206 fyrir árið 2016.

Rétt er að ítreka að um greiðslur til lögaðila er að ræða. Þeir þjónustuaðilar sem starfa í eigin nafni eru ekki meðtaldir.

Allar upphæðir eru í milljónum króna. Einhverjir lögaðilar fengu greiðslur undir hundrað þúsundum króna, greiðslur til þeirra birtast því sem 0,0 m.kr. Greiðslurnar þeirra eru þó meðtaldar í öllum samtölum.

Lesa meira

13.11.2017 : Umsókn um sjúkradagpeninga er nú orðin rafræn

Nú er hægt að sækja um sjúkradagpeninga með rafrænum hætti á Réttindagátt – Mínum síðum.  Þeir sem senda inn rafræna umsókn um sjúkradagpeninga geta fylgst með ferli umsóknar sinnar á Réttindagátt.

Lesa meira

9.11.2017 : Tilkynning:

Mánudaginn 13.nóvember verða alþjóðadeild og deild hjálpartækja og næringar lokaðar vegna framkvæmda í húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.


 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica