Fréttir

23.3.2017 : Breytt fjármögnun heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu

Nýtt fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu tók gildi um síðustu áramót. Samkvæmt því eiga allir sjúkratryggðir að vera skráðir á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni. Heilsugæslustöðvar fá greitt fyrir hvern einstakling sem skráður er á stöðina og taka greiðslur m.a. mið af aldurssamsetningu og sjúkdómsbyrði. Einnig er sérstaklega greitt fyrir þætti sem stuðla að bættri þjónustu og auknum gæðum. Ef einstaklingur ákveður að færa sig á milli stöðva flyst fjármagn sem greitt er vegna hans yfir á nýja stöð. Stefnt er að því að taka síðar upp sama fjármögnunarkerfi fyrir landið allt.

Lesa meira

28.2.2017 : Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí 2017

Með lögum nr. 77/2016 var kveðið á um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu.  Lögin áttu upphaflega að taka gildi 1. febrúar 2017 en með lögum nr. 8/2017 var gildistöku frestað til 1. maí.

Lesa meira

3.2.2017 : Ný gjaldskrá fyrir dagdvalarrými

Sjúkratryggingar hafa gefið út nýja gjaldskrá fyrir dagdvalarrými sem gildir frá 1. janúar 2017.

Heildarfjöldi dagdvalarrýma var 702 rými skv. gjaldskrá í upphafi árs 2016 en 728 í ársbyrjun 2017 sem er fjölgun um 26 rými.

 

 

Lesa meira

6.1.2017 : Nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí 2017

Þann 2. júní 2016 var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar og á hún að taka gildi 1. febrúar n.k. Samkvæmt lögunum verður innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu þar sem heilbrigðisráðherra mun ákvarða hámarksgreiðslur sjúkratryggðra fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica