Fréttir

19.9.2018 : Dreifing viðskipta við apótek eftir svæðum á höfuðborgarsvæðinu

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert stutta úttekt á dreifingu viðskipta við apótek eftir svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Landinu var skipt eftir svæðum og á höfuðborgarsvæðinu eftir hverfum. Suðurnesin (Keflavík, Njarðvík, Hafnir, Sandgerði, Garður, Grindavík og Vogar) voru skilgreind sem sérstakt svæði sem og Selfoss og Hveragerði annars vegar og Akranes og Borgarnes hins vegar. Seltjarnarnes og Vesturbær Reykjavíkur voru einnig skilgreind sem eitt svæði. Þau svæði sem eru utan Stór-höfuðborgarsvæðisins voru tekin saman sem „önnur svæði“.

Lesa meira

5.9.2018 : María Heimisdóttir tekur við embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands til næstu fimm ára. Hún tekur við embættinu þegar Steingrímur Ari Arason, núverandi forstjóri, lætur af störfum 31. október næstkomandi.

Lesa meira

4.9.2018 : Breyting á þjónustu vegna hjálpartækja dagana 5.-7. september

 

Dagana 5.-7. september verður þjónusta í einingu tæknilegra hjálpartækja í lágmarki.

23.8.2018 : Samningur um tannlækningar aldraðra og öryrkja

Undirritaður hefur verið þriggja ára rammasamningur um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja sem tekur gildi 1. september nk. Samningurinn tryggir samræmda verðlagningu og að við gildistöku hans hækki greiðsluþátttaka sjúkratrygginga á heildina litið úr því að vera 27% í rúm 50% þess sem þjónustan kostar.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica