Fréttir

16.6.2017 : Verkefni um sérhæfð tjáskiptatæki

Sjúkratryggingar Íslands fengu í ársbyrjun 2016 styrk frá velferðarráðuneyti til verkefnis sem snýr að eftirfylgd með flóknum tjáskiptatækjum og til að gera tillögur um farveg til framtíðar. Verkefnið er liður í framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks.

Lesa meira

6.6.2017 : Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu

Nýtt fjármögnunarlíkan  var tekið í gagnið fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2017. Eru forsvarsmenn heilsugæslustöðvanna smám saman að átta sig á hvernig nýja kerfið hefur áhrif á greiðslur til stöðvanna og hvernig starfsmenn þurfa að breyta starfsháttum svo greiðslur hverrar heilsugæslustöðvar séu sem réttlátastar.

Lesa meira

31.5.2017 : Ný heilsugæslustöð opnar 1. júní.

Þann 1. júní 2017 opnaði ný heilsugæslustöð, Heilsugæslan Höfða að Bíldshöfða 9 Reykjavík, og er opnun hennar liður í stefnu stjórnvalda að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Nýjar heilsugæslustöðvar hafa ekki verið opnaðar á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006 þegar Heilsugæslan Glæsibæ og árið 2004 þegar Salastöðin í Kópavogi tóku til starfa.

Lesa meira

30.5.2017 : Dagdvöl aldraðra. Umfang og greiðslur 2016

Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman greiningarskýrslu á umfangi veittrar þjónustu í dagdvöl aldraðra fyrir árið 2016. Upplýsingarnar sem koma fram í þessari skýrslu hafa ekki verið birtar áður opinberlega.

Lesa meira

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica