Íþróttaslys

Þjálfari tilkynnir slysið ef um íþróttaslys er að ræða.

Öll slys ber að tilkynna innan eins árs. Mikilvægt er að tilkynningar séu rétt útfylltar.

Aldurstakmark miðast við íþróttafólk sem orðið er 16 ára, tekur þátt í íþróttaiðkunum og slasast við æfingar, sýningar eða keppni.

Með íþróttaiðkun er átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá íþróttafélagi innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) eða Kraftlyftingasambands Íslands undir stjórn þjálfara.

Þegar slys ber að höndum og ætla má að það sé bótaskylt skal það tilkynnt til þjónustuvers Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, Reykjavík eða til umboða um landið.

Hvaða gögnum þarf að skila inn til Sjúkratrygginga Íslands?

  • Tilkynning um slys - sjá hlekk neðst á síðunni.
  • Læknisvottorð vegna slyss (áverkavottorð) frá þeim lækni eða heilbrigðisstofnun/sjúkrahúsi sem slasaði leitaði fyrst til eftir slysið. Í vottorðinu þurfa að koma fram upplýsingar um fyrstu komu vegna slyssins og tímabil óvinnufærni.
  • Kvittanir/reikningar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar
  • Vottorð sýslumanns ef um banaslys er að ræða

Ef um varanlegar afleiðingar slyssins verður að ræða er möguleiki á greiðslu örorkubóta samkvæmt IV. kafla laga um almannatryggingar þó önnur skilyrði séu ekki uppfyllt.

Ef um er að ræða vottorð frá Landspítala er óskað eftir vottorði meðferðarlæknis. Í vottorðinu þurfa að koma fram upplýsingar um fyrstu komu vegna slyssins og framhaldsmeðferð.

Að beiðni spítalans skal ennfremur bent á að áverkavottorð eru einungis afgreidd skv. beiðni í síma 543-1000. Óska þarf eftir sambandi við læknaritara þeirrar deildar þar sem sjúklingur var til meðferðar.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica