Næring og sérfæði

Ef einstaklingur glímir við veruleg vandkvæði við fæðuinntöku veita Sjúkratryggingar Íslands styrk til kaupa á sérfæði og næringarefnum. Þetta er gert til að mæta orkuþörf viðkomandi.

Um er að ræða mikið lystarleysi, efnaskiptagalla, ofnæmi eða frásogsvandamál svo dæmi séu tekin.

Hvernig fæ ég styrk?

Læknir og/eða næringarfræðingur metur þörfina á sérfæði og sækir um styrk á sérstöku eyðublaði. Læknisvottorð þarf að fylgja með í fyrsta sinn sem sótt er um.

Eyðublaðið skal síðan senda undirritað til Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík áður en næringarefnin eru keypt.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica