Viðgerðir

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast uppsetningu, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun hjálpartækja fyrir notendur eða sér um að aðrir annist það.

  • Þar annast starfsmenn viðhald og viðgerðir á hjálpartækjum í eigu Sjúkratrygginga Íslands eftir að ábyrgð seljanda er útrunnin.
  • Mikilvægt er þegar tæki eru send í viðgerð að með þeim fylgi nafn, kennitala, tilkynning um að tækið sé að koma í viðgerð og lýsing á vandamálinu.
  • Markmið starfsfólks Sjúkratrygginga Íslands er að sinna viðgerðum hratt og vel.
  • Smærri viðgerðir eru unnar meðan beðið er ef mögulegt er. Með smærri viðgerðum er ttil dæmis sprungið dekk á hjólastól og þess háttar.
  • Almennar viðgerðir eru unnar innan tveggja vinnudaga ef varahlutir eru fyrirliggjandi hér á landi.
  • Tæki send til viðgerðar utan af landi eru um 7-8 daga en það er stysti mögulegi tími sem hægt er að ná. Sé notandi einungis með einn hjólastól lánar hjálpartækjamiðstöð venjulegan hjólastól á meðan á viðgerð stendur.
  • Varahlutir eru sendir út á land til þeirra aðila sem það vilja og geta skipt um sjálfir, svo fremi að ljóst sé hvaða varahlut vantar.
  • Breytingar og sérsmíði á hjálpartækjum taka mislangan tíma, allt eftir eðli mála.

Hjálpartækjamiðstöð

Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

Sími: 515 0100

Afgreiðslutími frá 10:00 - 15:00 virka daga.

Viðgerðarþjónusta utan höfuðborgarsvæðis

Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga um viðgerðir á hjálpartækjum við eftirfarandi verkstæði, sjá hér fyrir neðan. Með þessum samningum geta notendur hjálpartækja á landsbyggðinni sótt viðgerðarþjónustu í heimabyggð á hjálpartækjum. Gilda sömu reglur um viðgerðir á þessum verkstæðum og á verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ í Reykjavík. Vonast er til að þessi þjónusta sé til bóta fyrir notendur hjálpartækja.

Ísafjörður
Rafskaut ehf, Suðurtangi 7            
       opið kl. 8.30 - 17.00 alla virka daga
        Sími 456 4742                                  Netfang: rafskaut@rafskaut.is

Akureyri, Þórshöfn
Rafeyri ehf, Norðurtanga 5                    opið kl. 8.30 – 17.00 alla virka daga

       Sími 460 7800/ 898 9869 á Akureyri  Netfang: rafeyri@rafeyri.is
       Sími 896 0993 á Þórshöfn

Egilsstaðir
Rafey ehf, Miðási 11                              opið kl. 8.30 - 16.00 alla virka daga
       Sími 471 2013                                  Netfang: rafey@rafey.is

Vestmannaeyjar
Geisli ehf, Hilmisgötu 4                        opið kl. 8.30 – 17.00 alla virka daga
       Sími 481 3333                                  Netfang geisli@geisli.isTil baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica