Viðgerðir

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast uppsetningu, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun hjálpartækja fyrir notendur eða sér um að aðrir annist það.

  • Þar annast starfsmenn viðhald og viðgerðir á hjálpartækjum í eigu Sjúkratrygginga Íslands eftir að ábyrgð seljanda er útrunnin.
  • Mikilvægt er þegar tæki eru send í viðgerð að með þeim fylgi nafn, kennitala, tilkynning um að tækið sé að koma í viðgerð og lýsing á vandamálinu.
  • Markmið starfsfólks Sjúkratrygginga Íslands er að sinna viðgerðum hratt og vel.
  • Smærri viðgerðir eru unnar meðan beðið er ef mögulegt er. Með smærri viðgerðum er ttil dæmis sprungið dekk á hjólastól og þess háttar.
  • Almennar viðgerðir eru unnar innan tveggja vinnudaga ef varahlutir eru fyrirliggjandi hér á landi.
  • Tæki send til viðgerðar utan af landi eru um 7-8 daga en það er stysti mögulegi tími sem hægt er að ná. Sé notandi einungis með einn hjólastól lánar hjálpartækjamiðstöð venjulegan hjólastól á meðan á viðgerð stendur.
  • Varahlutir eru sendir út á land til þeirra aðila sem það vilja og geta skipt um sjálfir, svo fremi að ljóst sé hvaða varahlut vantar.
  • Breytingar og sérsmíði á hjálpartækjum taka mislangan tíma, allt eftir eðli mála.

Hjálpartækjamiðstöð

Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

Sími: 515 0100

Afgreiðslutími frá 10:00 - 15:00 virka daga.

Viðgerðarþjónusta vegna göngugrinda og handknúinna hjólastóla

Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga við Örninn hjól ehf í Reykjavík um einfaldar viðgerðir á göngugrindum og handknúnum hjólastólum. Notendur geta sótt viðgerðarþjónustu til þeirra vegna einfaldra viðgerða á göngugrindum og handknúnum hjólastólum. Notendur geta einnig valið verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ kjósi þeir það frekar.  Vonast er til að þessi þjónusta sé til bóta fyrir notendur hjálpartækja.


Dæmi um einfaldari viðgerðir á göngugrindum:
Skipta um hjól, legur, handföng og grip, festa grip á handföng, skipta um barka, laga læsingu og gera við bremsur.

Dæmi um einfaldari viðgerðir á hjólastólum:
Skipta um legur að framan, gúmmí á keyrsluhandfangi, legur í göflum, arma og hjól á veltivörn, gera við sprungið dekk, skipta um dekk og legur aftan, laga fótafjalir,  barka í bremsum, barka í bakhalla, herða upp stólinn, laga bremsur og hliðarspjöld, skipta um eða laga veltivörn, laga bakhalla, herða upp gjarðir, skipta um gjarðir og pumpu, gera við bremsur aðstoðarmanns.

Örninn hjól ehf

Faxafen 8

Sími: 588-9890

Reykjavík


Viðgerðarþjónusta utan höfuðborgarsvæðis

Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga um viðgerðir á hjálpartækjum við eftirfarandi verkstæði, sjá hér fyrir neðan. Með þessum samningum geta notendur hjálpartækja á landsbyggðinni sótt viðgerðarþjónustu í heimabyggð á hjálpartækjum. Gilda sömu reglur um viðgerðir á þessum verkstæðum og á verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ í Reykjavík. Vonast er til að þessi þjónusta sé til bóta fyrir notendur hjálpartækja.

Ísafjörður
Rafskaut ehf, Suðurtangi 7            
       opið kl. 8.30 - 17.00 alla virka daga
        Sími 456 4742                                Netfang: rafskaut@rafskaut.is

Akureyri, Húsavík, Þórshöfn
Rafeyri ehf, Norðurtanga 5                    opið kl. 8.30 – 17.00 alla virka daga

       Sími 461 1221/898 9869 á Akureyri   Netfang: rafeyri@rafeyri.is

       Sími 869 2492 á Húsavík
       Sími 896 0993 á Þórshöfn

Egilsstaðir
Rafey ehf, Miðási 11                              opið kl. 8.30 - 16.00 alla virka daga
       Sími 471 2013                                 Netfang: rafey@rafey.is

Vestmannaeyjar
Geisli ehf, Hilmisgötu 4                        opið kl. 8.30 – 17.00 alla virka daga
       Sími 481 3333                                 Netfang geisli@geisli.isTil baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica