Sækja og senda hjálpartæki

30.12.2009

Höfuðborgarsvæðið

Öll hjálpartæki sem komast í fólksbíl annast notandi flutning á sjálfur. Notanda er frjálst að kaupa flutning á tækjum á eigin kostnað. Stærri tæki, eins og rafknúnir hjólastólar, persónulyftarar og rúm eru sótt og send af hjálpartækjamiðstöð.

Landsbyggðin

Öll hjálpartæki sem fara út á land og koma utan af landi eru flutt með vöruflutningafyrirtækjum og er flutningskostnaður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Stefnt er að því hjá hjálpartækjamiðstöð að fara með og sækja flutning á þriðjudögum og fimmtudögum að minnsta kosti. Pökkun sendinga út á land fer fram að morgni hvers dags og eftir kl. 09.00 er lagt mat á þörfina fyrir útkeyrslu.

Stofnanir og sérstök heimili

Stofnanir og sérstök heimili eins og dvalar- og hjúkrunarheimili, sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, sambýli og vistheimili, sækja og senda öll hjálpartæki, þar á meðal rafknúna hjólastóla.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica