Talþjálfun

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt kostnaði við talþjálfun.

Forsendur fyrir greiðsluþátttöku SÍ

Forsendur fyrir greiðsluþátttöku SÍ í talþjálfun er að fyrir liggi sjúkdómsgreining frá lækni og skrifleg þjálfunarbeiðni frá talmeinafræðingi sem starfar samkvæmt rammasamningi við SÍ

Áður en þjálfun hefst þarf að liggja fyrir beiðni læknis um talþjálfun. Þá beiðni skal afhenda talmeinafræðingi sem sér um að senda beiðnina til SÍ. Sé beiðni samþykkt fær hinn sjúkratryggði 20 skipti í talþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili.  Talmeinafræðingur þarf að sækja sérstaklega um heimild til SÍ til meðferða umfram 20 skipti sé þess þörf.

Fyrirspurnir vegna talþjálfunar er hægt að senda á netfangið;  thjalfun@sjukra.is . einnig er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0004.

Greiðsluþátttaka SÍ fer eftir gildandi reglugerð um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til sem gefin er út af velferðarráðuneyti.

Greiðsluþátttaka SÍ í talþjálfun er eftirfarandi:

Börn yngri 18 ár og einstaklingar með ummönnunarkort frá Tryggingastofnun ríkisins (TR)

SÍ greiðir 77% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðarskipti á hverju 12 mánaða tímabili.

SÍ greiðir 100% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.

Aldraðir og öryrkjar sem fá greidda óskerta tekjutryggingu frá TR

SÍ greiða 75% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðaskipti á hverju 12 mánaða tímabili.

SÍ greiðir 90% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.

Aldraðir og öryrkjar sem fá greidda skerta tekjutryggingu frá TR

SÍ greiða 75% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðaskipti á hverju 12 mánaða tímabili.

SÍ greiðir 85% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.

Aldraðir og öryrkjar sem ekki fá greidda tekjutryggingu frá TR

SÍ greiða 65% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðaskipti á hverju 12 mánaða tímabili.

SÍ greiðir 75% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.

Sjúkratryggðir einstaklingar 18 ára og eldri

Einstaklingar greiða fyrstu fimm meðferðarskiptin að fullu á 12 mánaða tímabili. SÍ greiða 20% af kostnaði fyrir næstu 25 meðferðarskiptin og 60% af umsömdu heildarverði fyrir meðferðir umfram 30 skipti út meðferðar ár.

Greining og ráðgjöf

SÍ taka þátt í einni greiningu á hverju 12 mánaða tímabili og ráðgjöf í tvö skipti skv. nánari skilyrðum í rammasamningi við talmeinafræðinga

 

Eftirtaldir talmeinafræðingar eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ):

http://www.sjukra.is/heilbrigdisstarfsfolk/thjalfun/talthjalfarar/

*Hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðu talmeinafræðinga á talmein.is

 

Meðferð talmeinafræðinga sem eru án samnings

SÍ veita ekki styrki til talþjálfunar hjá talmeinafræðingum sem starfa án samnings við SÍ.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica