Iðjuþjálfun
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði vegna iðjuþjálfunar sem fer fram hjá Gigtarfélagi Íslands og hjá Sjálfsbjörgu Akureyri.Einstaklingar sem hafa hug á að nýta sér þjónustu iðjuþjálfa þurfa að afhenda viðkomandi iðjuþjálfa beiðni frá lækni. Ekki er nauðsynlegt að senda beiðnina til Sjúkratrygginga Íslands.
Fyrirspurnir vegna iðjuþjálfunar er hægt að senda á netfangið; thjalfun@sjukra.is einnig er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0004.
Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 20 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti. Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.
Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir iðjuþjálfun samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu. Hægt er að lesa frekar um það hér: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/
- Tengt efni Gjaldskrá vegna iðjuþjálfun 1.janúar 2018
- Tengt efni Gjaldskrá vegna iðjuþjálfun 1. júlí 2017
- Tengt efni Gjaldskrá vegna iðjuþjálfun 1. júlí 2016
- Tengt efni Gjaldskrá vegna iðjuþjálfunar frá 1.janúar 2016
- Tengt efni Gjaldskrá vegna iðjuþjálfunar frá 1. júlí 2015
- Tengt efni Beiðni um iðjuþjálfun