Tannréttingar
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða hluta kostnaðar vegna tannréttinga. Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta kostnaðar við nauðsynlegar tannréttingar samkvæmt ákvæðum IV. og V. kafla reglugerðar 451/2013.
Skilyrði er að þjónustan sé veitt af sérfræðingi í tannréttingum. Bæði tannlæknir og einstaklingur skrifa undir umsókn, sem tannlæknir útbýr fyrir einstaklinginn.
Ef einstaklingur er með klofinn góm, meðfædda vöntun margra fullorðinstanna eða sambærilega alvarlegan vanda
Kafli IV í reglugerð nr. 451/2013
Í þessum tilvikum greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% kostnaðar.
Önnur alvarleg tilvik sem krefjast meðferðar með spöngum
Kafli V í reglugerð nr. 451/2013
Sjúkratryggingar Íslands veita styrk að upphæð kr. 100.000 vegna tannréttingameðferðar með föstum spöngum á a.m.k. 10 fullorðinstennur annars gómsins en kr. 150.000 vegna slíkrar meðferðar beggja gómanna.
Skilyrði er að meðferð með föstum tækjum hefjist fyrir 21 árs aldur og að viðkomandi hafi ekki áður fengið styrk vegna tannréttinga.
Styrkir eru greiddir til tannréttingasérfræðings jafn óðum og kostnaður fellur til uns styrkupphæðin er að fullu endurgreidd.
Sérfræðingur í tannréttingum fyllir út eyðublaðið "umsókn samkvæmt IV kafla" vegna barna með klofinn góm og sambærileg tilvik.Umsóknir fyrir aðra umsækjendur sendir sérfræðingurinn rafrænt.
Ferðakostnaður vegna tannréttinga
Reglugerð nr. 871/2004
Styrkir eru veittir fyrir tveimur ferðum vegna tannréttinga á ári. Skilyrði er að viðkomandi njóti styrks vegna tannréttinga. Einnig er greiddur styrkur vegna ítrekaðra ferða sökum alvarlegustu tilvikanna.
Sækja þarf um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrirfram, í öllum tilvikum, bæði vegna tannréttinga og ferðastyrkja.
- Tilvísun Reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar með (1.) breytingu
- Tilvísun Reglugerð nr. 871/2004 um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands.
- Næsta skref Gjaldskrá SÍ vegna tannlækninga
- Tengt efni Um ferðakostnað