Tanngervi og tannplantar

Laus tanngervi

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að taka þátt í kostnaði aldraðra og lífeyrisþega við gerð gullhetta á tvær stoðtennur ásetugóms, ísetningu tveggja tannplanta til stuðnings heilgómi í ótenntan neðri góm og allt að fjögurra tannplanta í ótenntan efri góm, auk smíði plantagóma. Sækja þarf um þessa  greiðsluþátttöku sérstaklega og áður en meðferð hefst.

Notuð er umsókn um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannlækninga. Bæði tannlæknir og sjúklingur skrifa undir umsóknina, sem tannlæknir útbýr fyrir sjúklinginn.

Tanngervi og tannplantar

Almennt taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði aldraðra og lífeyrisþega við smíði gervigóma og tannparta á sex ára fresti hið mesta og fóðrun þeirra á þriggja ára fresti hið mesta. Heimilt er að veita undanþágu frá þessu vegna sérstakra ástæðna. Tannlæknir sækir um slíka undanþágu fyrir hönd sjúklings á sérstöku eyðublaði og sendir til Sjúkratrygginga Íslands. Notuð er umsókn um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannlækninga. Bæði tannlæknir og sjúklingur skrifa undir umsóknina, sem tannlæknir útbýr fyrir sjúklinginn.

Föst tanngervi

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði lífeyrisþega vegna fastra tanngerva og tannplanta framan við tólf ára jaxla. Greiðsluþátttaka nemur sama hlutfalli og við almennar tannlækningar og miðast sem fyrr við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.  Ekki þarf að sækja um endurgreiðslu.

  • Greiðsluþátttaka vegna einstaklings sem fær tekjutryggingu er 75% og nemur því allt að 60.000 kr.
  • Greiðsluþáttaka vegna einstaklings sem er langsjúkur á sjúkrahúsi, hjúkrunar­heimili eða hjúkrunarrými er 100% og getur því numið allt að 80.000 kr.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica