Lífeyrisþegar og aldraðir

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í almennum tannlæknakostnaði lífeyrisþega og aldraðra.

Tannlæknar ákveða sjálfir verð á meðferð á sinni stofu. Sjúkratryggingar Íslands gefa út eigin gjaldskrá sem stofnunin miðar sínar endurgreiðslur við. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá SÍ greiðir einstaklingur mismuninn þar á milli.

Það getur því borgað sig að bera saman verð áður en meðferð hjá tannlækni hefst.

 Hlutfall endurgreiðslu er þannig háttað: (Sjá þó fyrirvara hér að ofan)  
 Endurgeiðsla aldraðra og lífeyrisþega með tekjutryggingu    75%
 Endurgreiðsla aldraðra og lífeyrisþega sem eru langveikir og dveljast
 á sjúkrastofnunum eða í þjónustuhúsnæði aldraðra
 100%

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica