Tannlækningar barna í bráðavanda

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi 15. maí 2013. Tannlækningar barna eru greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. Í upphafi tók samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna og í áföngum hafa fleiri aldurhópar bæst inn.  Í janúar 2018 munu öll börn falla undir samninginn, sjá áfangaskiptingu í ofangreindum hlekk. Samningurinn mun aftur á móti taka til allra barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki undir aldursmörk samningsins á hverjum tíma.

 

Til þess að börn í bráðavanda öðlast greiðsluþátttöku þarf tilvísun að berast tannlækni  frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum. Tannlæknir sendir síðan tilvísunina til SÍ ásamt sundurliðaðri umsókn um greiðsluþátttöku ásamt nauðsynlegum fylgigögnum sem sýna bráðavanda viðkomandi barns.
Greiðsluþátttaka SÍ einskorðast við börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og eru með bráðan vanda sem krefst tafarlausrar meðferðar. Frekari skilgreining á bráðavanda og tekjuviðmið má finna í vinnureglum sem fylgja ofangreindri tilvísun og umsókn.

Eyðublöð  fyrir tilvísun og umsókn eru aðgengileg hægra megin hér á síðunni undir "Næstu skref".

Nauðsynlegt að skrá heimilistannlækni

Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis í Réttindagátt - mínar síður.eða hjá tannlækni. Foreldri/forráðamaður skráir sig inn í gáttina með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Í gáttinni undir "Tannlækningar" birtast börn viðkomandi samkvæmt skráningu í þjóðskrá. Af lista er hægt að velja heimilistannlækni sem sinnir tannlækningum.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica