Tannlækningar

Greiðsluþátttaka SÍ

Frá og með 1.janúar 2018 eiga öll börn sem sjúkratryggð eru á Íslandi rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum ef þau eru með skráðan heimilistannlækni. (sjá þó upplýsingar um árlegt komugjald hér fyrir neðan).


Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) endurgreiða hluta kostnaðar vegna tannlækninga fyrir aldraða, lífeyrisþega og börn. Einstaklingur þarf ekki að sækja endurgreiðslur til SÍ, þar sem upphæð SÍ er dregin frá upphæð reikning tannlæknis. 


Athugið að gjaldskrá tannlæknis er frjáls, SÍ greiða hinsvager samkvæmt gjaldskrá sem Velferðarráðurneytið hefur sett. Einstaklingar greiða mismun á gjaldskrá tannlæknis og SÍ. 

 

Börn sem falla undir samning um gjaldfrjálsar tannlækningar barna greiða komugjald 2.500 kr einu sinni á 12 mánaða fresti. 

 

Einstaklingar greiða aðeins sinn hluta tannlækniskostnaðar á stofu tannlæknis en tannlæknirinn sendir SÍ reikninginn rafrænt og SÍ endurgreiðir tannlækni hlut sjúkratrygginga.   


Tannlæknakostnaður fellur ekki undir nýtt greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi þann 01.05.2017

 

Fyrirspurnir vegna tannlæknareikninga er hægt að senda á netfangið tannmal@sjukra.is einnig er hægt að  hringja í síma 515 0005

 

Listi yfir tannlækna sem eru aðilar að barnasamningum

Afgreiðslutími vegna tannlækninga

 Tannlækningar Afgreiðslutími
Endurgreiðsla reikninga                                                                        7-10 virkir dagar
Afgreiðsla umsókna 7-10 virkir dagar
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica