Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta er einungis niðurgreidd af sjúkratryggingum fyrir börn yngri en 18 ára sem eru í meðferð hjá sálfræðingum sem eru aðilar að rammasamningi sálfræðinga og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

 

Rammasamningur hefur verið framlengdur milli SÍ og neðangreindra sálfræðinga um sálfræðiþjónustu við börn með alvarlegar geð- hegðunar- og þroskaraskanir. Gildir framlengingin frá og með 1. janúar 2011.

Til að fá niðurgreiðslu vegna kostnaðar verður að liggja fyrir tilvísun þverfaglegs greiningarteymis til sálfræðings. Viðkomandi sálfræðingur verður að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Sálfræðingafélags Íslands.

Greiningarteymi sem gert hafa samkomulag við velferðarráðuneytið um tilvísanir starfa á:

  • Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL)
  • Þroska og hegðunarstöð
  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands
  • Greiningar-/ráðgjafastöðvar ríkisins (GR)
  • Barnaspítali Hringsins
  • Þverfaglegt teymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAK)
  • Barnageðlæknar

Fjöldi meðferðatíma í tilvísun getur verið að hámarki tíu tímar og gildir tilvísunin í sex mánuði frá útgáfudegi. Hafi tilvísun ekki verið gefin út eða er eldri en sex mánaða taka Sjúkratryggingar ekki þátt í kostnaði við þjónustuna.

Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta kostnaðar í samræmi við reglugerð 1266/2007 og rammasamning Sjúkratrygginga og sálfræðinga. Greiðsluhluti sjúklings samkvæmt reglugerðinni er 20% af verði við komuna og  10% ef sjúklingur er með afsláttarkort.

Í hnotskurn

  • Greiningarteymi gefur út tilvísun sem er að hámarki tíu tímar og gildir í 6 mánuði frá útgáfudegi.
  • Aðeins er greiddur greiðsluhluti barns hjá sálfræðingi ef tilvísun er fyrir hendi til sálfræðings sem starfar samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga og sálfræðinga.

Þeir sálfræðingar sem óska eftir að gerast aðilar að rammasamningi sálfræðinga og SÍ geta fyllt út umsóknareyðublað og sent viðeigandi gögn til SÍ.  Umsókn um aðild að rammasamning sálfræðinga og SÍ

Þeir sálfræðingar sem starfa samkvæmt samningi eru:

Eyrún Kristína Gunnarsdóttir

Eyralandsvegur, 600 Akureyri


Jón Sigurður Karlsson

Skúlatún 6, 105 Reykjavík


Kristín Ingveldur Bragadóttir

Sálin sálfræðiþjónusta ehf,

Fjölheimum við Tryggvagarð,  800 Selfoss


Kolbrún Baldursdóttir

Ármúla 5 2h, 108 Reykjavík

 


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica