Norðurlandasamningar

23.12.2009

Norðurlandasamningurinn um almannatryggingar tryggir að almannatryggingareglur EES samningsins taki einnig til þeirra sem búsettir eru á Norðurlöndunum en falla þó ekki undir EES reglurnar. Í samningnum eru einnig nokkrar sérreglur.   Norðurlandasamningurinn um félagslega aðstoð fjallar um ýmis félagsleg réttindi önnur en almannatryggingar.

Norðurlandasamningurinn um almannatryggingar

Norðurlandasamningurinn gekk í gildi 1. september 2004 og kemur í stað eldri samnings.

Aðilar að samningnum eru Ísland, Danmörk, Finnland (auk Álandseyja), Noregur, Svíþjóð, Færeyjar og Grænland.

Markmið samningsins er að veita þeim sem búsettir eru á Norðurlöndum en sem falla þó ekki undir EES reglur um almannatryggingar sambærileg réttindi og þeim sem undir þær falla. Hér er einkum átt við þá sem ekki eru á vinnumarkaði, þriðja lands ríkisborgara, Grænlendinga og Færeyinga. 

Ef ekki er annars getið í Norðurlandasamningum er gildissvið almannatryggingareglna EES samningsins rýmkað þannig að þær reglur taki til allra sem falla undir Norðurlandasamninginn og eru búsettir í norrænu landi.

Norðurlandasamningurinn tekur til allra sem falla undir EES reglurnar og annarra einstaklinga sem heyra undir að hafa heyrt undir löggjöf í norrænu landi, aðstandendur þeirra eða eftirlifendur sem rekja rétt sinn til þeirra sem um getur hér á undan.

Þannig gilda EES reglurnar að mestu um alla þá sem eru tryggðir og búsettir á Norðurlöndunum að Færeyjum og Grænlandi meðtöldum, og fara á milli þessara landa í atvinnuskyni eða flytja milli landanna. 

Nokkrar sérreglur eru í samningnum

Leiði veikindi eða slys til þess að einstaklingur sem dvelur tímabundið í öðru norrænu landi þurfi að nota dýrari ferðamáta við heimferð en hann ella myndi gera greiðir dvalarlandið þann aukakostnað. Þörf á dýrari ferðamáta skal staðfest af lækni með skriflegu vottorði og tekur stofnun á dvalarstað ákvörðun um endurgreiðslu fyrir heimför.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica