Evrópska sjúkratryggingakortið

  • Evrópska sjúkratryggingakortið

Evrópska sjúkratryggingakortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES-ríki. Það staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur í EES landi

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES-ríkja sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að fá evrópskt sjúkratryggingakort.

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir í öllum ríkjum EES og Sviss. 

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir að öllu jöfnu í þrjú ár og endurnýja þarf kortið að þeim tíma liðnum.

Um kortið og notkun þess gilda EES-reglugerðir um almannatryggingar og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Sótt er um kortið undir "Næstu skref" hægra megin hér á síðunni.

Nú er hægt að hala niður snjallsímaforrit í símann sinn sem er þeim eiginleikum gætt að hægt er að skoða hver réttindi handhafa evrópska sjúkratryggingakortsins eru, meðal annars á íslensku. Hægt er að sækja forritið hér.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica