Heilbrigðisráðgjöf og vegvísun í síma 1700

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) óska eftir tilboðum í rekstur heilbrigðisráðgjafar og vegvísunar í þjónustusíma 1700.

Þjónustan nær til alls landsins. Gerð er krafa um að rekstraraðili sé sjálfstæður lögaðili í meirihlutaeigu heilbrigðisstarfsmanna. Bjóðendur skulu leggja til húsnæði og allan nauðsynlegan búnað.

Markmið með útboðinu er góð þjónusta og hagkvæmur rekstur.

Umfang:

Mönnun, húsnæði, tæki og nauðsynlegur búnaður til að tryggja þá þjónustu sem lýst er í kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir rekstur heilbrigðisráðgjafar og vegvísunar í síma. SÍ áætla mönnunarþörf hjúkrunarfræðinga um 13.000 vinnustundir á ári.

Beiðni um útboðsgögn sendist í tölvupósti á netfangið utbod@sjukra.is

Breyting á útboðsgögnum, fyrirspurnir og svör 03.11.2016
Smella hér til að opna skjalið

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica